Spurt og svarað

Hvenær fást bætur greiddar?

Ekki er hægt með neinni nákvæmni að segja til um þetta fyrirfram. Fjöldi þátta spila inn í hvert mál og hafa áhrif á hve langan tíma tekur að ljúka hverjum hluta þess.  Þó má reyna að gefa einhverja almenna hugmynd um það með því að skýra ferlið örlítið. Bætur fyrir vinnutap og útlagðan kostnað eiga [...]

Fæ ég bætur ef ég lendi í umferðarslysi og er í órétti?

Já, venjulega myndir þú fá bætur þó þú værir í órétti, þó getur stórkostlegt gáleysi eða ásetningur dregið úr bótarétti.

Fæ ég tekjutjón bætt?

Réttur til greiðslu á tekjutapi og dagpeningum fer eftir því hvers konar slys er um að ræða og hvers konar tryggingar eru fyrir hendi. Þú gætir átt rétt á dagpeningum eða bótum vegna tekjutaps og stundum jafnvel hvoru tveggja. Þú gætir t.d. átt rétt á greiðslum frá atvinnurekanda, sjúkrasjóði stéttarfélags,  Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun ríkisins og/eða [...]

Fást bætur fyrir tjón á munum?

Tjón á persónulegum munum og fatnaði fæst í mörgum tilfellum greitt frá tryggingafélagi. Athugið að geyma fatnað og muni sem hafa skemmst þar sem tryggingafélagið getur óskað eftir fá það sem skemmdist til skoðunar. Við sjáum um að innheimta fyrir þig munatjón.

Fæst allur sjúkrakostnaður greiddur?

Í flestum tilfellum fæst hann endurgreiddur ýmist frá tryggingafélagi eða Sjúkratryggingum Íslands. Við sjáum um innheimtu á öllum kostnaði fyrir þig. Mikilvægt er að geyma frumrit allra reikninga vegna kostnaðar.

Hver er gangur slysamálsins?

Á fyrsta fundi er farið yfir réttarstöðu þína , gang mála og ferlið  útskýrt. Þú ferð heim með minnispunktana og önnur skjöl af fundinum, lest þau í rólegheitum og hugsar málið.  Ef þú ákveður að ráða okkur í verkefnið ritar þú undir skjölin og kemur með þau til okkar aftur og við hefjum vinnuna fyrir [...]

Hvers vegna að leita til lögmanns?

Til að vera viss um að allur réttur til bóta sé að fullu kannaður og réttlát niðurstaða fáist. Þú gætir t.d. átt rétt á bótum frá fleiri en einum aðila, og úr fleiri en einni tryggingu. Þessu þarf öllu að halda til haga. Til að þú getir einbeitt þér að því að ná góðum bata [...]

Hvað þarf að hafa í huga eftir slys?

Mjög mikilvægt er að þú farir strax til læknis eftir slysið og lýsir öllum áverkum og meinum. Allt frá þeim stóru til þeirra allra smæstu. Lítið mein getur stundum orðið alvarlegt þegar frá líður og þau stóru horfið. Mikilvægt er að fara yfir réttarstöðuna með sérfræðingi í skaðabótamálum og fá leiðbeiningar eða aðstoð um næstu [...]

Hvað kostar að leita til okkar vegna slysamála?

Engin þóknun er greidd nema þú fáir bætur.    Þóknunin er gerð upp í lok málsins.    Við leggjum út fyrir útlögðum kostnaði vegna gagnaöflunar eins og læknisvottorðum og örorkumati.    Þóknun er hlutfallsbundin þannig að ef bætur eru lágar er innheimtuþóknun líka lág, þannig að það er alltaf til einhvers barist.    Tryggingarfélögin greiða venjulega ekki neitt [...]

Hvert er næsta skref?

Mjög mikilvægt er að tjónþoli fari til læknis strax eftir slysið og lýsi þá öllum áverkum og meinum. Mikilvægt er að tjónþoli lýsi öllum meinum, líka þeim sem honum finnst vera smámunir miðað við alvarlegri mein. Því síðar geta hin alvarlegu mein horfið en það sem minna var ágerst og þá er ekki gott að [...]